fimmtudagur, desember 30, 2004
Árið að verða búið
Jæja nú er árið að verða búið. Ótrúlegt hvað tíminn getur liðið mishratt. En hvað er ég svo búin að gera á árinu. Það er svo sem ekki mikið. Eins og seinustu ár þá hef ég verið á Hvanneyri og kennt, verið í tölvuþjónustu og síðan sinnt hinu og þessu sem upp kemur.
Ég var mikið á ferðinni á þessu ári. Keyrði í Egilshöllina á æfingar 2x í viku mikinn hluta vetrarins, og síðan jafnvel oftar í sumar ef keppnisferðirnar eru taldar með. Allur þessi flækingur gerði það síðan að verkum að bíllinn minn gafst upp. Þannig að nú er ég búin að fjárfesta í mun minni og sparneytnari bíl. En ég var ekki bara á flækingi innanlands því ég fór nokkrar mislangar ferðir út til norðurlandana að keppa líka. Allur þessi flækingur var alveg þræl skemmtilegur þó svo að aðaltakmarkið, að ná Ólympíulágmarkinu, hafi ekki náðst. Ég tel mig nú samt hafa verið nokkuð nálægt því og ef hver veit hvað hefði gerst ef maður hefði haft örlitla heppni og veðurguðina með sér.
Núna þennan vetur hef ég mikið verið að velta hlutunum fyrir mér. Hvort maður eigi að vera að eyða öllum þessum tíma í íþróttirnar. En ég er ekki komin niður á neina niðurstöðu þannig að ég held bara áfram að æfa þangað til annað kemur í ljós. En þessir seinustu mánuðir hafa verið ansi erfiðir og ég bara ekki sjálfri mér lík af þreytu. Ég taldi þetta vera orsakað af mikilli vinnu, en síðan kom það í ljós núna í desember eftir blóðrannsókn að ég er víst ekki með mjög mikið járn í blóðinu, en læknirinn var nú áður búinn að segja mér að ég þjáðist verulega af því að kunna ekki að segja nei. En núna er ég öll að koma til eftir að hafa fengið helling að góðum ráðum frá fóðurfræðingunum hérna á Hvanneyri hvernig ég eigi að fara að því að koma blóðinu í lag sem fyrst. Spurnig hverjum maður á að taka mest mark á nautgriparæktandanum, hrossaræktandanum, minnkaræktandanum eða bara jarðvegsfræðingnum. En ég slapp fyrir horn því ráðleggingarnar voru nokkuð samhljóða. Járn og C vítamín á farstandi maga. Bara mismunandi í hvaða formi efnin á að innbirða.
Núna er ég búin að stikla á stóru um það helsta sem ég var að stússast á þessu ári. Ég sleppti nú reyndar að segja frá nokkrum afar merkilegum atburðum en tel þá bara upp núna.
Æfingaferð til Bandaríkjanna.
Landsmót UMFÍ.
Brúðkaup í Mývatnssveitinni.
og fleira.
Gleðilegt ár!
Ég var mikið á ferðinni á þessu ári. Keyrði í Egilshöllina á æfingar 2x í viku mikinn hluta vetrarins, og síðan jafnvel oftar í sumar ef keppnisferðirnar eru taldar með. Allur þessi flækingur gerði það síðan að verkum að bíllinn minn gafst upp. Þannig að nú er ég búin að fjárfesta í mun minni og sparneytnari bíl. En ég var ekki bara á flækingi innanlands því ég fór nokkrar mislangar ferðir út til norðurlandana að keppa líka. Allur þessi flækingur var alveg þræl skemmtilegur þó svo að aðaltakmarkið, að ná Ólympíulágmarkinu, hafi ekki náðst. Ég tel mig nú samt hafa verið nokkuð nálægt því og ef hver veit hvað hefði gerst ef maður hefði haft örlitla heppni og veðurguðina með sér.
Núna þennan vetur hef ég mikið verið að velta hlutunum fyrir mér. Hvort maður eigi að vera að eyða öllum þessum tíma í íþróttirnar. En ég er ekki komin niður á neina niðurstöðu þannig að ég held bara áfram að æfa þangað til annað kemur í ljós. En þessir seinustu mánuðir hafa verið ansi erfiðir og ég bara ekki sjálfri mér lík af þreytu. Ég taldi þetta vera orsakað af mikilli vinnu, en síðan kom það í ljós núna í desember eftir blóðrannsókn að ég er víst ekki með mjög mikið járn í blóðinu, en læknirinn var nú áður búinn að segja mér að ég þjáðist verulega af því að kunna ekki að segja nei. En núna er ég öll að koma til eftir að hafa fengið helling að góðum ráðum frá fóðurfræðingunum hérna á Hvanneyri hvernig ég eigi að fara að því að koma blóðinu í lag sem fyrst. Spurnig hverjum maður á að taka mest mark á nautgriparæktandanum, hrossaræktandanum, minnkaræktandanum eða bara jarðvegsfræðingnum. En ég slapp fyrir horn því ráðleggingarnar voru nokkuð samhljóða. Járn og C vítamín á farstandi maga. Bara mismunandi í hvaða formi efnin á að innbirða.
Núna er ég búin að stikla á stóru um það helsta sem ég var að stússast á þessu ári. Ég sleppti nú reyndar að segja frá nokkrum afar merkilegum atburðum en tel þá bara upp núna.
Æfingaferð til Bandaríkjanna.
Landsmót UMFÍ.
Brúðkaup í Mývatnssveitinni.
og fleira.
Gleðilegt ár!
Comments:
Skrifa ummæli