föstudagur, desember 10, 2004
vikan að verða búin!!
Rosalega var þessi vika fljót að líða.
Ef ég fer stutta yfirferð yfir þessa viku þá byrjaði hún vel. Hrikalega fersk og fór meira að segja á morgunæfingu á þriðjudag. Síðan fór nú heldur að halla undan fæti. Var svona la la á miðvikudaginn og síðan í gær fór næstum allt öðruvísi en ég ætlaði. Það var alveg geðveikt að gera í vinnunni. Var að vinna alveg langtum lengur en ég hafði ætlað mér. Fór síðan á æfingu. Fann þá einhvern verk í öxlinni sem mér líkaði bara alls ekki við og fór þess venga bara í fílu og fór í heitapottinn. S.s. það verður teknar einhverjar auka æfingar um helgina til að vinna þetta upp.
En það sem bjargaði nú miklu var að ég skellti mér í Búðarklettinn á tónleika hjá honum Óla Trausta. Það var mjög gaman.
Fattaði það líka að þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið inn í Búðarklettinn. Sem er svoltið skrítið þar sem ég bjó nú í næsta húsi í heilt ár... skil bara ekkert í þessu.
Annars er ég rosalega fegin að þessi vika er búin, og við tekur 2 dagar án vinnu.
Það á sko að slappa af og æfa þessa helgina. Held það verði kannski eitthvað tekið til og jafnvel stússast eitthvað í eldhúsinu en umfram allt á að slappa af, og reyna að njóta þess að jólin eru alveg að koma.
Ef ég fer stutta yfirferð yfir þessa viku þá byrjaði hún vel. Hrikalega fersk og fór meira að segja á morgunæfingu á þriðjudag. Síðan fór nú heldur að halla undan fæti. Var svona la la á miðvikudaginn og síðan í gær fór næstum allt öðruvísi en ég ætlaði. Það var alveg geðveikt að gera í vinnunni. Var að vinna alveg langtum lengur en ég hafði ætlað mér. Fór síðan á æfingu. Fann þá einhvern verk í öxlinni sem mér líkaði bara alls ekki við og fór þess venga bara í fílu og fór í heitapottinn. S.s. það verður teknar einhverjar auka æfingar um helgina til að vinna þetta upp.
En það sem bjargaði nú miklu var að ég skellti mér í Búðarklettinn á tónleika hjá honum Óla Trausta. Það var mjög gaman.
Fattaði það líka að þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið inn í Búðarklettinn. Sem er svoltið skrítið þar sem ég bjó nú í næsta húsi í heilt ár... skil bara ekkert í þessu.
Annars er ég rosalega fegin að þessi vika er búin, og við tekur 2 dagar án vinnu.
Það á sko að slappa af og æfa þessa helgina. Held það verði kannski eitthvað tekið til og jafnvel stússast eitthvað í eldhúsinu en umfram allt á að slappa af, og reyna að njóta þess að jólin eru alveg að koma.
Comments:
Skrifa ummæli