<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 08, 2005

Heilmikið um að vera! 

Já það er bara heilmikið búið að vera að gera hjá mér.
Er búin að vera að taka vel á því í æfingunum. Bara að láta fólk vita af því áður en ég fer að tala um allt annað sem ég hef verið að stússast.
Það er sem sagt búið að skipta um yfirmann þar sem ég er að vinna og búið að sameina hana tveimur öðrum stofnunum. Það er ekki bara þetta sem er búið að breyta. Því það er búið að færa ýmislegt til. Til dæmis er búið að flytja skrifstofuna mína yfir í annað hús þannig að ég fæ aðeins meiri hreyfingu í vinnunni.;) Síðan er auðvitað skólin alveg að fara að byrja og allt á fullu í að gera allt klárt fyrir það.
Ég var síðan að frétta það núna ekki fyrir löngu að íbúinn sem býr fyrir neðan mig var gert að flytja. Held að rektorinn ætli að hafa aðsetur þar þegar hann er á Hvanneyri. Eins gott að ég fari nú að haga mér skikkanlega heima hjá mér til að lenda ekki í veseni. ;)
En í gær s.s föstudag var bauð síðan Guðni ráðherra öllum starfsmönnum stofnunarinnar í feiknar partý á Hótel Sögu. Alveg snilldar veisla verð ég bara að segja. Reyndar er maður nú ekki þjálfaðastur í því að vera í svona fínum veislum með standandi borðhaldi, en þetta reddaðist nú allt saman og vil ég eiginlega þakka því nokkrum góðum spjótkastsæfingum fyrir nokkrum árum. (Æfingunum með diskinn og vatnsglasið.)Þetta var örugglega ósköp venjuleg veisla haldin af ráðherra, en einhverjum tókst nú að næla sér í hvítvínsflöskur á leiðinni út í rútu þannig að það var ansi skemmtileg stemming í rútunni á leiðinni heim aftur og jafnvel nokkuð lengur en það. Alger óþarfi að láta þetta vín vera að fara til spillis þar sem þeir voru nú búnir að opna flöskurnar...
Í dag ákvað ég nú að drífa mig á suðurlandið og koma við á nokkrum útsölum í leiðinni. Það gekk nú bara bærilega hjá mér og held ég hafi bara gert nokkuð góð kaup. Ég var samt annsi mikið að láta mér detta það í hug að á næsta ári ætti ég bara að gefa gjafabréf í jólagjöf, því um leið og jólinn eru búin er allt komið á útsölu og miklu meira hægt að fá fyrir peningin.
Jæja nú þarf ég að fara að koma mér.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?