föstudagur, janúar 14, 2005
Heyrðu það bara tókst hjá okkur!
Já ég var bara að sjá það núna áðan þegar ég kom heim í sveitina að okkur vinnufélögunum nokkrum tókst að koma mynd af okkur á forsíðu... ekki á séð og heyrt eins og við vorum nú að reyna að plata ljósmyndarann til að gera, en forsíðan á Bændablaðinu er betri en ekki nein forsíða. ;) Vildi bara láta ykkur vita af þessu. Þetta var nú ekki besta myndin sem hann tók af okkur. Og reyndar er þessi mynd eiginlega ekki tekin af okkur heldur af fólkinu sem var fyrir framan okkur. S.s. fólkinu sem gaf veitingarnar í þessu góða hófi. Skil ekkert í honum að koma ekki með betri mynd af, þar sem við "leifðum" honum nú að taka ansi margar myndir af okkur.
Næst verður stefnan sett á að fá betri mynd!!
Næst verður stefnan sett á að fá betri mynd!!
Comments:
Skrifa ummæli