<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 17, 2005

Hvað kemur næst... 

Þetta var það sem ég hugsaði seinni partinn á laugardaginn.
Dagurinn byrjaði á því að mamma vakti mig með því að það væru hross á þjóðveginum. Ég auðvitað pling upp í föt og út. Þett voru þá folaldsmerarar frá Alla og Dúnu. Þau voru síðan í Danmörku og Aðalsteinn sonur þeirra þokkalega sofandi inni í rúmi eftir greinilega gott partý. Ég hafði nú samt að koma honum á fætur og út til að hjálpa mér. Þetta var nú ekki létt verk að koma hrossonum inn í girðingu því það var svo mikil hálka á veginum að þau vildu bara ekki fara yfir veginn. En á endanum hafðist það nú og engum varð meint af. Og þá var komið hádegi.
Ég ákvað síðan að skreppa í göngutúr og kíkja aðeins á okkar hross eftir hádegið. Þegar ég kom þangað var eitt hrossið veikt þannig að við tókum það inn.
Þegar við erum síðan að taka til hey og bætiefni þá sé ég það að það er kominn minkur í endurnar þar sem þær eru úti undir trjánum. Ég rík af stað og rek hann í burtu. Hann er nú ekki alveg á því að fara en ég rak endurnar inn í kofa og spreyjaði sótthreinsandi á öndina sem minkurinn hafði náð að bíta. Hún var enn á lífi seinast þegar ég vissi. En ég kláraði að gefa merinni sem var komin inn en Pabbi fór í það að veiða minkinn. Það tókst og þetta var feiknar stórt dýr, af minki að vera.
Setti inn nokkrar myndir af þessu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?