föstudagur, janúar 14, 2005
Loftfimleikar
Ég held að ég sé farin að stunda loftfimleika í vinnunni... Well.. Það er nefnilega málið að það er svo mikil hálka hérna að maður er bara ekki viss á hvaða líkamsparti maður er að ferðast á. Var alvarlega að hugsa um það í morgun að fara á bílnum í vinnuna, sem er bara 150 m heiman frá mér. En hætti við það, bara svona af því að það er leiðinlegt til afspurnar. En það er samt þessi skemmtilega brekka á milli staðan sem ég hef átt i miklu basli með í dag. Er samt alveg óslösuð, en er ákveðin í því að vera vel klædd til að hafa demparana í lagi ;)
Comments:
Skrifa ummæli