<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýtt ár 

Jæja það er komið nýtt ár og ég verð bara að fara að skrifa eitthvað. Allt á fullu í vinnunni og enginn veit neitt hvað hver á að gera á þessari nýju stofnun ... eða þannig. Menn eru að reyna að finna sig. Það var alveg brjálað veður hérna í gær þannig að rektorinn var veðurtepptur og komst ekki til að taka við lyklunum af Magnúsi. En veðrið gekk nú niður í gærkvöldi þannig að það var hin mesta blíða þegar ég fór á æfingu. Æfingin var nú nokkuð skrautleg þar sem það var ansi sleypt úti. Fannst á stundum að ég færi meira afturábak en áfram þegar ég var að reyna að skokka upp brekkurnar!!! En ég komst allavega upp á gervigras þar sem ég fann einn þokkalegan hálkulausan blett til að hoppa á.
Annars er ekki fleira í fréttum frá íbúanum í Himnaríki á Hvanneyri.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?