<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Stundum þarf ekki mikið! 

Hafið þið lent í því að það er bara svo lítill hlutur sem gerir það að verkum að skapið sveiflast alveg öfgana á milli. Ég lenti í því nefnilega um daginn að týna úrinu mínu. Og fyrir þá sem þekkja til þá finnst mér ég hreinlega vera hálf nakin ef ég er ekki með úr á mér. Þess vegna var ég bara alveg ómöguleg í nokkuð langan tíma. Það bara mátti ekki nokkur hlutur koma fyrir þá bara hafði ég allt á hornum mér. En síðan fannst úrið aftur og ég bara hef varla skippt skapi síðan. Þó svo að allt hafi í raun gengið nokkuð á afturfótunum. Myndavélin mín biluð, allt fullt af vírusum, finn ekki hitt og þetta, og alls ekki tími til að gera allt sem ég þarf að gera, að ég tali nú ekki um veðrið.
Það er sem sagt ekki alltaf stóru hlutirnir sem hafa mest áhrif á mann.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?