<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 29, 2005

Til hamingju með afmælið 

Já, hún Fanný uppáhalds frænka á afmæli í dag. Ótrúlegt en satt, þá er sá dagur runninn upp einu sinni enn. Og á morgun mun hún eflaust nefna það hvað það sé nú allt of langt þangað til hún á aftur afmæli. Það er nefnilega mjög misjafnt hvað hvernig menn upplifa afmælin sín. Ég man það bara að það var kominn kvöldmatur þegar ég fattaði það seinast að ég ætti afmæli, en ég mundi það strax í morgun að Fanný ætti afmæli. Skrítið ?? eða kannski bara ekki!! En hún er þannig hún hefur að ég held endalaust gaman af því að eiga afmæli, enda mikill stuðbolti þar á ferð.

Annars er ég í sveitinn að slappa af, horfði á landsliðið girða aðeins upp um sig buxurnar áðan, og síðan skellti ég mér bara út á æfingu og náði að pína mig heil ósköp. Tók meðal annars 15x100 m með 2 mín á milli. Maður verður nú aðeins að koma sér í hlaupa form og vist er að mér finnst svona hlaup ekki skemmtileg en ætli þau séu ekki nauðsinleg öðruhverju. Vonandi eykur þetta líka brennsluna þannig að maður líti nú betur út í sólinni á Kanarí. Er búin að lesa það á einhverri af bloggsíðunum sem ég fer reglulega inn á að það ætli næstum allir að vera hálf naktir á öllum æfingunum þarna þannig að ég verð nú að fara að taka svoltið vel á til að skera mig ekki alveg út úr hópnum. ;) S.s. upp með brensluna

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?