mánudagur, febrúar 14, 2005
Geðveiki!
Já það er bara allt búið að vera geðveikt að gera hérna. Hef varla haft tíma til að anda í vinnunni. Rosalega sem ég er farin að hlakka til að fara í frí um páskana. Held jafnvel að maður þurfi að fara að taka sig á, til að vera bara ekki sofandi allt fríið ;)
En um helgina var ég búin að skipuleggja alveg helling, en síðan gekk auðvitað bara mjög lítið af því upp. T.d. þá ætlaði ég að skreppa í klippingu og skella mér svo í Egilshöllina að horfa á MÍ í frjálsum, en vitiði hvað þessi helv.... klipping tók tvo og hálfan tíma. Þannig að mótið var bara búið þegar ég var búin. Ekkert smá svekt. Síðan var auðvitað mjög lítið skyggni á leiðinni yfir heiðina þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um 5 leitið. Og það sem eftir leið helgarinnar var ég að koma tölvunni heima í stand. S.s bæta í hana hörðumdisk, strauja hana og setja hana upp aftur. Hún var bara orðin full af einhverri vitleysu. Vonandi gengur vel hjá mömmu að venjast xp.
Eftir allt þetta var síðan alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun. Klukkan var orðin 7:30 þegar ég loks druslaði mér framúr. En ég var samt komin í vinnuna 15 mín síðar, þannig að ég hefði mögulega getað sofið 15 mín í viðbót .....
En annars voru frjálsíþróttamenn bara að gera nokkuð góða hluti um helgina. Gauti 3. í 1500 á sænska meistaramótinu, Sunna í 1. í langstökkinu á sama móti og Silja að bæta sig hrikalega ;)
Til hamingju krakkar.
Back to insanity
En um helgina var ég búin að skipuleggja alveg helling, en síðan gekk auðvitað bara mjög lítið af því upp. T.d. þá ætlaði ég að skreppa í klippingu og skella mér svo í Egilshöllina að horfa á MÍ í frjálsum, en vitiði hvað þessi helv.... klipping tók tvo og hálfan tíma. Þannig að mótið var bara búið þegar ég var búin. Ekkert smá svekt. Síðan var auðvitað mjög lítið skyggni á leiðinni yfir heiðina þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um 5 leitið. Og það sem eftir leið helgarinnar var ég að koma tölvunni heima í stand. S.s bæta í hana hörðumdisk, strauja hana og setja hana upp aftur. Hún var bara orðin full af einhverri vitleysu. Vonandi gengur vel hjá mömmu að venjast xp.
Eftir allt þetta var síðan alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun. Klukkan var orðin 7:30 þegar ég loks druslaði mér framúr. En ég var samt komin í vinnuna 15 mín síðar, þannig að ég hefði mögulega getað sofið 15 mín í viðbót .....
En annars voru frjálsíþróttamenn bara að gera nokkuð góða hluti um helgina. Gauti 3. í 1500 á sænska meistaramótinu, Sunna í 1. í langstökkinu á sama móti og Silja að bæta sig hrikalega ;)
Til hamingju krakkar.
Back to insanity
Comments:
Skrifa ummæli