<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 18, 2005

Spurning um að sofa eða ekki? 

Já ég get nú bara sagt það að það er langt síðan að ég svaf jafn legni og ég gerði í nótt. Ég sofnaði um klukkan 9 í gær og svaf þar til að klukkan hringdi í morgun eða klukkan 7. þetta gera 10 tíma. Ekkert smá sem ég var síðan fersk í morgun og veðrið ekki til að skemma fyrir. Ég veit samt enn alveg hvar hin mikli hausverkur var á miðvikudaginn en það eru bara rétt svona leifar til að minna mann á.
Skipulag helgarinnar er síðan það að farið verður á morgun eða í fyrramálið með fylktu liði héðan frá Hvanneyri til að keppa í blaki í Ólafsvík.( Eða segir maður á Ólafsvík eða að!!) En það verða hvorki meira né minna en tvö lið frá Hvönnum á því móti. Gaman gaman. Því seinast þegar ég keppti á þessu móti þá vorum við bara 6 og ein puttabrotnaði í fyrsta leik... Hlakka svoltið mikið til þar sem þetta eru bara skemmtilegar samkomur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?