<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Mikið að gera 

Já það er ekkert smá sem maður verður að fara að skipuleggja sig núna. Það er svo margt sem mig langar að gera.
Núna um næstu helgi er stofnfundur Starfsmannafélagsins hérna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með humar og læti. Þarf að sleppa landsliðsæfingu fyrir það.
Helgina þar á eftir er stórfjölskyldan með Skagfjördskála í Þórsmörk í fóstri þannig að þangað vil ég ólm fara og taka til hendinni. En á laugardagskvöldið er líka blakslúttið hjá okkur Hvönnunum þannig að einhvernvegin verð ég að púsla þessu saman.
Helgina þar á eftir eru æfingabúðir á Laugarvatni og helgina eftir það verð ég aftur á Laugarvatni í 10. ára útskriftarafmæli. Vá eru 10 ár liðin frá því að ég varð stúdent.
Og einhvertíma þarna verður líka Eurovision og ýmislegt annað.
Þannig að eins gott að maður fari að dusta af skipulagshæfileikunum :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?