þriðjudagur, apríl 12, 2005
misheyrnir
Ég er ekki frá því að ég sé að verða hálf heyrnalaus. (Væntanlega búin að heyra og marga skelli í lyftingaklefanum.) Allavega er það orðið þannig að það líður varla sá dagur að ég misheyri ekki eitthvað. Sumir halda því reyndar fram að ég heyri bara það sem ég vil heyra, en af hverju ætti ég að vilja ýminda mér alla þessa helv.... vitleysu sem mér hefur heyrst fólk segja.(Man auðvitað ekki stundinni lengur hvað það var... ætli ég sé farin að kalka líka?) Sumir hafa bara tekið þessu vel hjá mér, og það hafa komið ansi skondin augnablik, en ég hef líka lent í því að það hefur bara fokið í fólk. Ekkert findið við það.
En þar sem ég er nú svoltið þrjósk þá neita ég því nú eiginlega að ég sé að missa heyrnina, svo ég hlýt bara að vera með svona frjótt ýmindunarafl og verð að fara að halda mér á mottunni.
En þar sem ég er nú svoltið þrjósk þá neita ég því nú eiginlega að ég sé að missa heyrnina, svo ég hlýt bara að vera með svona frjótt ýmindunarafl og verð að fara að halda mér á mottunni.
Comments:
Skrifa ummæli