<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Skondið! 

Vitið þið hvað kom fyrir? Bíst ekki við því. En það var þannig að mamma fær hringingu frá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Þau eru með hjá sér holdaunga sem þau höfðu bjargað frá Reykjagarði því þau vildu ekki að þeir yrðu aldir upp til að verða bara étnir. (Það sem fólki dettur ekki í hug!!) En svo voru þau auðvitað í mestu vandræðum með ungana og vissu ekkert hvað það átti að gera við þá. En fólkið bara hringdi í 118 og spurði um einhvern sem gæti tekið við þeim. Og þeim var bent á mömmu. Af öllu fólki!! Rosalega er mamma mín orðin eitthvað landsþekkt að þær á 118 eru farnar að þekkja hana. En núna eru þessir blessuðu ungar komnir til okkar og náði mamma að sannfæra fólkið um það að það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessum blessuðu ungum. En annars eru holdafuglakynið orðnir það mikið ræktað að holdasöfnunin er svo mikil að þeir geta bara ekki lifað lengi nema á mjög miklu megrunarfæði, þannig að þessir fuglar fara eflaust bara í kistuna hjá okkur eftir nokkrar vikur. En rosalega hugsaði þetta fólk stutt fram í tímann. Það tekur unga til að bjarga þeim en veit síðan ekkert hvað það á að gera við þá.

Þessi uppákoma hefur aðeins létt mér skapið í veðrinu sem hefur verið mér til mikilla leiðinda .

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?