<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 26, 2005

VÁ! Hafa þetta verið góðir dagar eða góðir dagar? 

Já þessi ferð á Akureyri á blakmótið var algjör snilld. Er strax farin að hlakka til að fara á þetta mót að ári. En þá verður það í Snæfellsbæ.
Hér koma nokkrir frasar úr ferðinni.

- Breezer
- Kæra
- Berjast
- Brosa
- Karokí
- Dansa
- Hæja
- Ekki sofa

En ég fer ekkert að reyna að útskýra hvað þetta þýðir allt saman því það myndi enginn skilja það. Svona "had to be there".

Þetta var sem sagt feikna stuð frá miðvikudegi fram á laugardag.
Á sunnudaginn fór ég síðan í afmæli hjá Elvunni minni. Sem er akkúrat 5 ára í dag. Ekkert smá sem tíminn líður. Ég man svo vel þegar hún fæddist. Einmitt á sama tíma og ég var að fara út í æfingabúðir til Bandaríkjanna.

Í gær kom ég mér síðan alveg ótrúlega á óvart og átti alveg brilliant æfingu. Segi ekki meira.
Er ekki hægt að hafa spjótkastmót núna fljótlega???

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?