þriðjudagur, apríl 19, 2005
Verð nú að fara að skrifa..
því ég var svo dugleg í seinustu viku. Meira að segja tvær færslur á föstudaginn.
En síðan þá er þetta búið að gerast.
* Vakna snemma á laugardagsmorgun.
* Taka ærlega til á mínu heimili.
* Keyra í bæinn og fara Hvalfjörðinn í annað sinn á þessu ári.
* Eyða fullt af peningum í Reykjavíkinni.
* Fara á landsliðsæfingu í Laugardalnum.
* Vera blaut.
* Vera kallt á puttonum.
* Gleyma að taka með mér handklæði en fara samt í sturtu!!
* Taka upp tösku og sprengja æð í putta á hægri hendi.
* Fara heim í sveitina.
* Slappa af og slappa af í sveitinni.
* Keyra aftur upp á Hvanneyri.
* Taka ofvirknis kast á heimilinu á sunnudagskvöld.
* Vera á haus í vinnunni.
* Fara á mjög góða æfingu í gær.
Þetta er sem sagt það sem er búið að gerast síðan á föstudag. Og það sem liggur fyrir að gera núna er að eftir vinnu verður tekið ærlega til í bílnum mínum og hann gerður tilbúinn til norðurfarar. En ég og hinar í Hvönnunum ætlum að fara norður á Akureyrir að keppa í blaki. Það verður sem sagt spilað blak á fimmtudag, föstudag og laugardag. Og síðan brunað aftur suður á laugardag. Eitthvað annað verður nú bardúsað þarna fyrir norðan líka. Og verð ég bara að segja frá því síðar.
En síðan þá er þetta búið að gerast.
* Vakna snemma á laugardagsmorgun.
* Taka ærlega til á mínu heimili.
* Keyra í bæinn og fara Hvalfjörðinn í annað sinn á þessu ári.
* Eyða fullt af peningum í Reykjavíkinni.
* Fara á landsliðsæfingu í Laugardalnum.
* Vera blaut.
* Vera kallt á puttonum.
* Gleyma að taka með mér handklæði en fara samt í sturtu!!
* Taka upp tösku og sprengja æð í putta á hægri hendi.
* Fara heim í sveitina.
* Slappa af og slappa af í sveitinni.
* Keyra aftur upp á Hvanneyri.
* Taka ofvirknis kast á heimilinu á sunnudagskvöld.
* Vera á haus í vinnunni.
* Fara á mjög góða æfingu í gær.
Þetta er sem sagt það sem er búið að gerast síðan á föstudag. Og það sem liggur fyrir að gera núna er að eftir vinnu verður tekið ærlega til í bílnum mínum og hann gerður tilbúinn til norðurfarar. En ég og hinar í Hvönnunum ætlum að fara norður á Akureyrir að keppa í blaki. Það verður sem sagt spilað blak á fimmtudag, föstudag og laugardag. Og síðan brunað aftur suður á laugardag. Eitthvað annað verður nú bardúsað þarna fyrir norðan líka. Og verð ég bara að segja frá því síðar.
Comments:
Skrifa ummæli