miðvikudagur, apríl 13, 2005
Væri alveg til í nokkrar gráður!!
Já ég verð eiginlega að segja það að ég væri alveg til í að fá veður sem er nokkrum gráðum hlýrra en það er búið að vera núna. Ekki það að það er búið að vera alveg dúndur blíða og fallegt veður en það myndi verða svo mikið betra með nokkum auka gráðum. Þessi kuldi hefur nefnilega þau áhrif á mig að þegar ég er að kasta úti þá bólgnar upp sérstaklega einn vöðvi í hendinni. Þessi sem er á milli þumalfingurs og vísifingurs. Og þetta er alveg eitt af því sem ég gæti verið án.
Annars var alveg dúndur æfing hjá mér í gær.
Byrjaði reyndar á því að gleyma skónum mínum heima en svo heppilega vildi til að ég var í skóm sem voru brúklegir. Látum bara ekki mikið fréttast að ég hafi verið á úti skónum inni ;) Síðan var tekið á því í þreksalnum í 2 tíma. Eftir síðan klukkutíma pásu tók við blakæfing þar sem kellurnar af skaganum komu í heimsókn. Og ég verð bara að viðurkenna það að þegar æfingin var hálfnuð var ég orðin svo svöng að mér var orðið illt í maganum. Þannig að þegar ég kom síðan heim klukkan 22:30 tók ég mig til og eldaði þennan líka kjúklingarétt og át hann. Eftir þetta þá man ég ekki eftir mér fyrr en að það var ansi erfitt að vakna í morgun. S.s. nokkuð massaður æfingadagur með samtals 3 æfingum (ef litla og létta morgun æfingin er talin með) eða samtals 6 klst af æfingum.
Annars var alveg dúndur æfing hjá mér í gær.
Byrjaði reyndar á því að gleyma skónum mínum heima en svo heppilega vildi til að ég var í skóm sem voru brúklegir. Látum bara ekki mikið fréttast að ég hafi verið á úti skónum inni ;) Síðan var tekið á því í þreksalnum í 2 tíma. Eftir síðan klukkutíma pásu tók við blakæfing þar sem kellurnar af skaganum komu í heimsókn. Og ég verð bara að viðurkenna það að þegar æfingin var hálfnuð var ég orðin svo svöng að mér var orðið illt í maganum. Þannig að þegar ég kom síðan heim klukkan 22:30 tók ég mig til og eldaði þennan líka kjúklingarétt og át hann. Eftir þetta þá man ég ekki eftir mér fyrr en að það var ansi erfitt að vakna í morgun. S.s. nokkuð massaður æfingadagur með samtals 3 æfingum (ef litla og létta morgun æfingin er talin með) eða samtals 6 klst af æfingum.
Comments:
Skrifa ummæli