þriðjudagur, maí 03, 2005
Þetta gengur auðvitað ekki,
Ég verð bara að fara að setja eitthvað hérna inn. En málið er að það er bara voðalega lítið að frétta af mér.
En annars þá varð ég hálf fyrir áfalli á laugardaginn þegar ég heyrði í fréttunum að þeir hefðu fundið týnda Braselíumanninn í fjörunni á Stokkseyri, því að á föstudaginn var ég einmitt á labbi þar. Það hefði nú verið óskemmtilegt að rekast á hann þar í skemmtigöngunni. En ég var einmitt á Stokkseyri á stofnfundi starfsmannafélags LBHI og gerðist bara svo fræg að ég var kosin í stjórn. Hefði nú alveg vilja sleppa við þetta en svona er þetta bara. Og þar sem að Sverrir Heiðar var líka kostinn í stjórn þá verður nú örugglega staðið fyrir einhverri skemmtilegri hreyfingu.
Annars er skipulag helgarinnar allt að smella saman. Ég á bara eftir að finna mér far inn í Þórsmörk. Því að um helgina á að taka aðeins til hendinni þar, með stórfjölskyldunni. Ef það verður ekki skemmtilegt verð ég illa svikin.
En annars þá varð ég hálf fyrir áfalli á laugardaginn þegar ég heyrði í fréttunum að þeir hefðu fundið týnda Braselíumanninn í fjörunni á Stokkseyri, því að á föstudaginn var ég einmitt á labbi þar. Það hefði nú verið óskemmtilegt að rekast á hann þar í skemmtigöngunni. En ég var einmitt á Stokkseyri á stofnfundi starfsmannafélags LBHI og gerðist bara svo fræg að ég var kosin í stjórn. Hefði nú alveg vilja sleppa við þetta en svona er þetta bara. Og þar sem að Sverrir Heiðar var líka kostinn í stjórn þá verður nú örugglega staðið fyrir einhverri skemmtilegri hreyfingu.
Annars er skipulag helgarinnar allt að smella saman. Ég á bara eftir að finna mér far inn í Þórsmörk. Því að um helgina á að taka aðeins til hendinni þar, með stórfjölskyldunni. Ef það verður ekki skemmtilegt verð ég illa svikin.
Comments:
Skrifa ummæli