fimmtudagur, maí 19, 2005
Eurovision!!
Jæja nú er bara að koma að því. Eurovision er bara í kvöld. Held að maður verði bara að horfa á þetta. Ég held samt að ég hafi sjaldan verið eins lítið búin að spá í þetta. Hef að ég held bara heyrt um helminginn af lögunum og því örugglega ekki búin að mynda mér skoðun um það hver er að komast áfram eða að vinna. Ég veit heldur ekki hvort að ég muni horfa á úrslita kvöldið þar sem ég verð að halda upp á 10 ára útskriftarafmæli. En ætli það verði nú ekki einhverstaðar einhver imbi sem menn munu reyna að horfa á eða ekki!!
Auðvitað er búið að spá því að Selma vinni forkeppnina í kvöld, en maður veit auðvitað aldrei hvað verður. Það er alltaf svo mikil "pólitík" í þessu. Þar að auki eru svo margar spár og bara talað um þær spár sem eru jákvæðar fyrir okkar hönd!!
Ég er allavega ekki viss um að BT eða Olís verði mjög ánægðir ef Selma vinnur. Búnir að lofa að endurgreiða grill og sjónvörp og ég veit ekki hvað ef hún vinnur. Kannski eru þetta bara spennufíklar sem vilja gera þetta enn meira spennandi fyrir sig, eða fá ástæðu til að gleðjast þó að okkar fólki gangi ekki vel!!
Auðvitað er búið að spá því að Selma vinni forkeppnina í kvöld, en maður veit auðvitað aldrei hvað verður. Það er alltaf svo mikil "pólitík" í þessu. Þar að auki eru svo margar spár og bara talað um þær spár sem eru jákvæðar fyrir okkar hönd!!
Ég er allavega ekki viss um að BT eða Olís verði mjög ánægðir ef Selma vinnur. Búnir að lofa að endurgreiða grill og sjónvörp og ég veit ekki hvað ef hún vinnur. Kannski eru þetta bara spennufíklar sem vilja gera þetta enn meira spennandi fyrir sig, eða fá ástæðu til að gleðjast þó að okkar fólki gangi ekki vel!!
Comments:
Skrifa ummæli