föstudagur, maí 27, 2005
Geðveik vika!!
Það er ekki vegna leti sem ég er ekki búin að skrifa núna þessa vikuna. Það er nefnilega búið að vera meira en lítið um að vera.
Mánduagur: Vakna og allt tölvukerfið á svæðinu er sambandslaust. Það þurfti ýmsar líkamsæfingar, heilabrot og loftfimleika til að finna út hvað þar var í gangi. Og hörku æfing eftir vinnu.
Þriðjudagur: Menn eru farnir að átta sig á því hérna að það á að fara að útskrifa á föstudaginn og margt eftir að gera. Fundur í Reykjavík eftir vinnu og þess vegna var æfingin tekin fyrir vinnu.
Miðvikudagur: Nú fer að styttast í útskrift og það þarf að vera 100% pottþétt að allar þýðingar á áföngum séu réttar og allir áfangar séu örugglega rétt skrifaðir inn í skólaforritið. Hrikalega góð æfing eftir vinnu.
Fimmtudagur: Nú er verið að ganga frá síðustu hnútunum. Allt prenntað út og ..... auðvitað klárast rétti pappírinn. Þannig að ég hendist út um allar trissur að redda okkur fyrir horn. Frekar róleg æfing eftir vinnu.... þ.e. kl. 20:00. Ofan í allt þetta kemur í ljós að ég þarf að redda einhverjum pappírum sem eiga að fara upp á ÍSÍ og nokkrir aðilar þurfa að undirskrifa. Þar á meðal ég. Fæ mömmu mína til að ganga í málið. Takk mamma þú ert best.
Föstudagur: Nú er allt tilbúið fyrir útskrift. Nema það á eftir að prenta út þar sem að hafa orðið á mistök. Útskriftin hefst síðan klukkan 14:00 í Reykholti. Ég þarf að vera á staðnum til að taka ýmsar myndir og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. En þarf samt að vera komin í Rvk. fyrir klukkan 17:00 til að kvitta á þetta helv.... blað. Laumast í burtu úr athöfninni um 15:30 bruna á allt of miklum hraða niður á Hvanneyri og er búin að hlaða myndunum niður og senda á nokkra aðila þegar ég fer frá Hvanneyri klukkan 16:10. Er sem sagt 15 mín og sein miðað við áætlunina mína. Það er nefnilega föstudagur og allt of mikið af bílum. En með því að keyra ansi hratt næ ég því að vera komin upp á ÍSÍ rétt um klukkan 17:00
Þannig að þetta hafðist allt saman, en ég er alveg drullu þreytt eftir allt þetta stress og ég er óskaplega fegin að vera í frí úr vinnunni í næstu viku. Það er nefnilega alveg að koma að Smáþjóðaleikunum. En þangað verður haldið á sunnudags morgun.
Andorra watch out! The Icelanders are comming!
Mánduagur: Vakna og allt tölvukerfið á svæðinu er sambandslaust. Það þurfti ýmsar líkamsæfingar, heilabrot og loftfimleika til að finna út hvað þar var í gangi. Og hörku æfing eftir vinnu.
Þriðjudagur: Menn eru farnir að átta sig á því hérna að það á að fara að útskrifa á föstudaginn og margt eftir að gera. Fundur í Reykjavík eftir vinnu og þess vegna var æfingin tekin fyrir vinnu.
Miðvikudagur: Nú fer að styttast í útskrift og það þarf að vera 100% pottþétt að allar þýðingar á áföngum séu réttar og allir áfangar séu örugglega rétt skrifaðir inn í skólaforritið. Hrikalega góð æfing eftir vinnu.
Fimmtudagur: Nú er verið að ganga frá síðustu hnútunum. Allt prenntað út og ..... auðvitað klárast rétti pappírinn. Þannig að ég hendist út um allar trissur að redda okkur fyrir horn. Frekar róleg æfing eftir vinnu.... þ.e. kl. 20:00. Ofan í allt þetta kemur í ljós að ég þarf að redda einhverjum pappírum sem eiga að fara upp á ÍSÍ og nokkrir aðilar þurfa að undirskrifa. Þar á meðal ég. Fæ mömmu mína til að ganga í málið. Takk mamma þú ert best.
Föstudagur: Nú er allt tilbúið fyrir útskrift. Nema það á eftir að prenta út þar sem að hafa orðið á mistök. Útskriftin hefst síðan klukkan 14:00 í Reykholti. Ég þarf að vera á staðnum til að taka ýmsar myndir og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. En þarf samt að vera komin í Rvk. fyrir klukkan 17:00 til að kvitta á þetta helv.... blað. Laumast í burtu úr athöfninni um 15:30 bruna á allt of miklum hraða niður á Hvanneyri og er búin að hlaða myndunum niður og senda á nokkra aðila þegar ég fer frá Hvanneyri klukkan 16:10. Er sem sagt 15 mín og sein miðað við áætlunina mína. Það er nefnilega föstudagur og allt of mikið af bílum. En með því að keyra ansi hratt næ ég því að vera komin upp á ÍSÍ rétt um klukkan 17:00
Þannig að þetta hafðist allt saman, en ég er alveg drullu þreytt eftir allt þetta stress og ég er óskaplega fegin að vera í frí úr vinnunni í næstu viku. Það er nefnilega alveg að koma að Smáþjóðaleikunum. En þangað verður haldið á sunnudags morgun.
Andorra watch out! The Icelanders are comming!
Comments:
Skrifa ummæli