<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 15, 2005

Heima í sveitinni 

Já ekkert smá sem ég hef það gott núna. Bara heima í sveitinni. En það er ýmislegt sem ég er búin að bralla síðan að ég skrifaði síðast.
Á föstudaginn hætti ég bara snemma í vinnunni. Brunaði niður í Borgarnes og lét skipta yfir á sumardekkin á bílnum mínum. Var alveg búin að trassa það að gera það. Síðan hélt ég bara áfram og fór á Laugarvatn. Brunaði bara yfir Mosfellsheiðina og Gjábakkaveginn. Var bara óvenju hress eftir þessa ferð. Ég verð nefnilega yfirleitt bílveik þegar ég fer þarna um. Hvort heldur sem ég keyri sjálf eða er farþegi. Á Laugarvatni var ég síðan á landsliðsæfingabúðum fram á laugardag. Alveg stór vel heppnaðar æfingarbúðir og ýmislegt brallað á milli æfinga. Hefði auðvitað mátt vera betri mæting en það er auðvitað ýmislegt sem fólk þarf að gera.
Á laugardagskvöldið fór ég síðan heim í sveitina og er búin að vera þar síðan. Slappa af í heitapottinum og borða góðan mömmumat. Hann klikkar ekki.
Það besta við þessa helgi er síðan það að það er helgidagur líka á morgun. Engin smá snilld.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?