<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 09, 2005

Rakin snilld! 

Núna er helgin liðin og ekki spurning að helgarnar gerast ekki betri. Reyndar var ég orðin afar smeik um að komast ekki um helgina því að á miðvikudagskvöldið lagðist ég bara í ælupest og ældi úr mér allt vit í meira en sólarhring. Ekki réttlátt að nota frídaginn í þetta. En ég mætti síðan alveg drulluslöpp og enn óglatt í vinnuna á föstudaginn. Svo bráði af mér og ég brunaði í bæinn og fékk síðan far úr bænum í Þórsmörk, þar sem viðtók þvílíkt frábær helgi með stórfjölskyldunni. Alveg glæsilegt veður alla helgina. Það var mikið sem gekk undan okkur á laugardaginn enda voru menn komnir upp í stiga og með pensil og hamar í hönd strax um klukkan 8. Og svo var unnið með nokkrum matarpásum þar til klukkan var orðin ég veit ekki hvað. Þá var útbúinn dýrindis grillmatur og tilheyrandi. En eftir það var líka þessi feiknalega Tröllaferð farin sem börnin fengu aldeilis að "njóta". Þessu gleymir maður ekki í bráð.
Á sunnudeginum voru menn aðeins rólegri í tíðinni. Menn svoltið lúnir og stýfir eftir átök laugardagsins, en þó var nú klárað að gera það sem þurfti að gera. En síðan varð auðvitað að fara í nokkra leiki, þrautir og gönguferð.

Sem sagt alveg snilldar helgi og ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég á alveg snilldar fjölskyldu og ég hálf vorkenni fólki sem á ekki svona fjölskyldu.

Helginni lauk síðan á því að þegar ég loksins komst í síma samband í gær þá voru skilaboð inni á talhólfinu mínu um það að ég væri valin til að fara á Smáþjóðaleikana í Andorra.

Þannig að helgin var alveg frábær í allastaði.
Set inn myndir sem ég tók um helgina fljótlega.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?