<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 20, 2005

Helgin er liðin ... 

og það er ekkert smá sem var framkvæmt. Á fimmtudagskvöld og á laugardaginn var dritað niður alveg heljarins helling af sumarblómum og illgresi fjarlægt úr beðum. Á föstudaginn fór mest allur dagurinn í að sjá um kaffi uppi í Brautarholti. Sunnudagurinn var síðan notaður í að jafna sig aðeins eftir átökin.

Annars verð ég bara að óska samstarfsmanni mínum honum Bjarna Guðmunds innilega til hamingju með Fálkaorðuna. Hann átti þessa viðurkenningu mjög svo skilið enda er þarna á ferðinni einstakur maður og mikill snillingur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?