<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 05, 2005

Komin heim. 

Jæja ég er komin heim.
Keppnin hjá mér gekk bara þokkalega. Og náði 3 köstum yfir 50 m sem ég er bara nokkuð sátt miðað við hvað stutt er liðið á tímabilið og lengsta kastið var 52,68 m. Svo ég fari nú út í að grafa aðeins niður í þetta þá var margt í tækninni hjá mér sem var að klikka inn og ég hef ekki fundið í nokkuð mörg ár, en annað var bara ekki að koma. Var aðeins mýkri í bakinu en ég hef verið núna að undanförnu, enda erfitt annað í 33 stiga hita. En það sem var mest að pirra mig í keppninni var að ég var ekki alveg að ná rétta taktinum í atrennunni. En ég get vonandi lagað það á næstu kast æfingu. Sem sagt ég var þokkalega sátt við minn árangur þarna.
Annars var dvölin þarna bara hin skemmtilegasta. Náði að fylgjast örlítið með öðrum greinum en frjálsum.
Umhverfið var alveg rosalega fallegt en þvílík mengun og bíla kjaftæði. Á endanum var maður bara farin að labba allt sem maður vildi fara, frekar en að fara með bíl því það tók styttri tíma. Þannig að eftir keppnina var maður farin að þramma eina 10 - 15 km á dag.

Heimferðin var síðan alveg sér kafli útaf fyrir sig. Þetta byrjaði með krókóttu vegunum þarna eftir ánni á milli fjallana. Mjög fallegt en krafðist mikillar einbeitni af minni hálfu. Ég náði að vera nokkuð framalega í rútunni en þrátt fyrir það að reyna af fremsta megni að horfa alltaf á veginn þá var ég gjörsamlega með æluna uppi í koki í rúma 2 tíma. Það var ekki fyrr en við vorum að verða komin á flugvöllinn sem þetta lagaðist með beinni vegum. Síðan vorum við auðvita, allt of sein í flugið eins og ég bjóst alltaf við að myndi verða. En við fórum bara einni klst fram úr fyrstu áætlun. Sem mér fannst bara vel að verki verið. Flugið til Keflavíkur tók síðan alveg fjóra og hálfann tíma, og þá tók við rúta á ÍSÍ. Og þegar ég kom síðan á Hvanneyri í morgun var klukkan rétt að verða 6. Og mikið var nú gott að komast í rúmið sitt.

Ég vaknaði síðan um klukkan 11 í morgun eftir stuttan en góðan svefn og er búin að skokka úr mér ferða þreytuna og njóta þess að baða mig í sólinni í sundlauginni. Þannig að ég ætti að vera þokkalega vinnuhæf á morgun.
Vona bara að ég vakni við vekjaraklukkuna!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?