mánudagur, júní 27, 2005
Margt búið að vera um að vera.
Já um síðust helgi var Bikar helgi. Vil bara byrja á að segja til hamingju FH og HSÞ fyrir sigurinn.
HSK var að keppa í 2. deild og fór sú keppni fram á Sauðárkróki í mis miklu roki og rigningu. Ekkert samt verulega slæmt.
Fyrsta keppnisgrein hjá mér var kúluvarp. Ég vegna vana til að offetta olnboga í kúluvarpi var verulega mikið teipuð en kastaði samt mjög stutt. Enda ekki við öðru að búast þar sem ég hafði ekki kastað kúlu síðan á bikar 2003. Efit það var olboginn ekki góður þrátt fyrir varúðarráðstafanir en ég náði nú samt að kasta kringlu bara skít sæmilega (miðað við mig!!) En í spjótinu var ég orðin það slæm í olnboganum að ég gat ekki klórað mér í nefinu, þannig að ég endaði með því að kasta bara með 5 skrefum. Bara nokkuð sátt við að kasta 47 metra þannig og eftir að hafa verið að keppa í 2 greinum á undan. Við stelpurnar urðum bikarmeistarar en samtals urðum við í 2. sæti. Bara mjög sátt við það þar sem meðalaldur keppenda fyrir utan mig var um 17 ár. (S.s. nokkuð ungt lið á ferð.)
Í gær brunaði ég síðan heim frá Hvanneyri. Mín er nefnilega komin í sumarfrí!!!
Í gær kvöldi var síðan heilmikið borðað af góðum mat og Gestur, Auðunn og Gunna og fjölsyldur komu í mat. Þræl skemmtilegt kvöld.
Síðan verður Héraðsmótið í kvöld og á morgun og er veðrið orðið bara hefðbundið fyrir þetta mót!!
HSK var að keppa í 2. deild og fór sú keppni fram á Sauðárkróki í mis miklu roki og rigningu. Ekkert samt verulega slæmt.
Fyrsta keppnisgrein hjá mér var kúluvarp. Ég vegna vana til að offetta olnboga í kúluvarpi var verulega mikið teipuð en kastaði samt mjög stutt. Enda ekki við öðru að búast þar sem ég hafði ekki kastað kúlu síðan á bikar 2003. Efit það var olboginn ekki góður þrátt fyrir varúðarráðstafanir en ég náði nú samt að kasta kringlu bara skít sæmilega (miðað við mig!!) En í spjótinu var ég orðin það slæm í olnboganum að ég gat ekki klórað mér í nefinu, þannig að ég endaði með því að kasta bara með 5 skrefum. Bara nokkuð sátt við að kasta 47 metra þannig og eftir að hafa verið að keppa í 2 greinum á undan. Við stelpurnar urðum bikarmeistarar en samtals urðum við í 2. sæti. Bara mjög sátt við það þar sem meðalaldur keppenda fyrir utan mig var um 17 ár. (S.s. nokkuð ungt lið á ferð.)
Í gær brunaði ég síðan heim frá Hvanneyri. Mín er nefnilega komin í sumarfrí!!!
Í gær kvöldi var síðan heilmikið borðað af góðum mat og Gestur, Auðunn og Gunna og fjölsyldur komu í mat. Þræl skemmtilegt kvöld.
Síðan verður Héraðsmótið í kvöld og á morgun og er veðrið orðið bara hefðbundið fyrir þetta mót!!
Comments:
Skrifa ummæli