<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Atferlisfræði 

Já það er nú ýmislegt sem maður gerir í sumarfríinu sínu. Ég til að mynda var að gefa litlum hænu ungum sem er varla nema eins daga gamlir. Þá tók ég eftir því að þeir voru í þvílíkum eltingaleik. Það var nefnilega þannig að einn eða eihverjir af ungunum höfðu náð í pappírs strimil af dagblaði sem er í botninum hjá þeim. Og eltingaleikurinn fólst í því að hlaupa með þennan miða og reyna að láta hina ekki ná honum af sér. Feiknalega skemmtilegt greinilega. En ungarnir voru nú samt ansi mis góðir í þessum leik og þeir líka mikið ólíkt skapi farnir. Ég sá til eins sem náði ekki í miðann en það var annar sem náði honum og þá réðst hann bara á þann sem hafði verið með hann beit í fiðrið ofan á hausnum á honum og togaði. Þangað til hinn náði skrækjandi að losa sig. Aðrið reyndu að beita brögðum við að ná til ungans með miðann, svo sem að reyna að fella hann. Síðan voru auðvitað aðrir sem höfðu bara ekkert gaman af þessu og reyndu af fremstamegni að liggja undir hitaperunni en fengu ekki allt of mikinn frið til þess. Svona léku þeir sér alveg heillengi og voru enn að þegar ég fór örugglega 15 mínútum seinna. Það tóku sér samt sumir pásu inn á milli.

Þetta var sem sagt atferlisathugun mín á nýútklöktum ungum af landnámshænsnakyni.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?