<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júlí 16, 2005

Þetta er bara orðið alveg óþolandi!! 

Ég er búin að vera með kvef og hitavellu núna í tvær vikur. Það er bara mikið meira en ég þoli. Spurning um að far að panta geðlyf til að halda þeirri heilsu.
Annars er ég eða skugginn af mér búin að vera að mæta í vinnu í vikunni og helgina ætla ég að nota í að gera ekki neitt. Og þá meina ég að hamast við það að losna við slappleikann. Það hefur bara gengið þokkalega vel hingað til. Fór samt heim í sveitina í gær og er búin að vera að "horfa" (búin að sofna nokkrum sinnum) á golf í allan dag, sötrandi heitt vatn með sítrónu og hunangi.
Á morgun ætla ég að halda þessu áfram nema að þá er stefnan sett á að taka einn skrepp í að skoða nýfædda hvolpa. En við ætlum að fá okkur hvolp núna og það sem meira er að hún Hera okkar sem dó í fyrra er amma hvolpanna. Ekki slæmt.

Þannig að það er eitthvað jákvætt í gangi þó að maður sé slappur og enn í mestu vandræðum með að tannbursta sig ef maður freistast til að kasta spjóti!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?