þriðjudagur, júlí 05, 2005
Úff langt síðan að ég skrifaði síðast...
... ég held að þið hefðuð ekkert viljað heyra í mér. Er sem sagt ekkert búin að vera í neitt sérstaklega góðu skapi núna nýverið. Er nefnilega meidd í olnboganum eftir helv... kúluna á bikar. Er samt búin að vera að reyna að æfa og allt annað en að kasta hefur gengið bara nokkuð vel. En það er bara ekki alveg það sem þarf til að halda húmornum hjá mér uppi. Enda hef ég verið að reyna að fara í hina og þessa göngu túra til að ná mér niður. Alger óþrfi að láta þetta bitna á heimilisfólinu!! Annars er ég í sumafríi núna og það er búið að vera rigning síðan að ég fór í frí. Ég held að veðurguðirnir séu í persónulegu stríði við mig. Það er nefnilega ansi oft rigning þegar ég ætla að gera eitthvað. Í fyrra var t.d. bara tvö mót sem ég keppti á sem var ekki rigning. En rigningin fær ekki að vinna mig. Ég verð bara að klæða mig aðeins betur!!
Comments:
Skrifa ummæli