mánudagur, júlí 25, 2005
Neikvætt - Jákvætt!!
Jæja nú er helgin búin. Það var ýmislegt gert. Sumt jákvætt og annað ekki eins jákvætt.
Fyrst eitt afar neikvætt. Skráning mín í spjótkastið á MÍ var eina skráningin frá HSK. Ágústa var skráð undir merkjum Selfoss. Ég hélt að þetta væri bara eins og venjulega að engin hefði munað eftir að hafa samband við mig og vitað að ég myndi redda mér sjálf, sem ég og gerði, en þetta er auðvitað bara mjög lélegt af fólki að mæta ekki. Það er ekki eins og að sveitamennirnir verði að vera við sveitastörf alla mögulega og ómögulega þurrkdaga eins og í gamladaga!!
Annað aðeins jákvæðara en samt ekki mikið. En ég náði að kasta spjótin 49,22 m í spjótinu og lenda í 2. sæti. Miðað við heilsu mína upp á síðkastið þá er ég bara þokkalega sátt við þetta. En það sem gerði þetta svolitð spennandi fyrir mig var að Ásdís var næstum því búin að klúðra keppninni fyrir sér. En að lokum náði hún einu ekki alveg misheppnuðu kasti yfir 52 metrana. Ég hefði nú auðvitað með svolítilli heppni átt að geta kastað lengra, en heppni hefur kannski ekki alveg verið mín sterkasta hlið.
Eitt mjög jákvætt. Á laugardagskvöldið flaug ég til baka frá Egilstöðum.(Félagsskýtur..... en hvers félags...) Um það flug hef ég bara eitt að segja. VÁÁ!!! Það var alveg heiðskýrt þannig að flugmaðurinn, sem ég b.t.w. þekki, ákvað að flúga lágt og yfir skemmtileg svæði. Ég var sem sagt með hálsríg þegar ég lenti því ég horfði svo mikið út um gluggan, alveg með útivistarbakteríuna grassandi um líkamann. Við flugum t.d. yfir Herðubreiðarlindir, Öskjuvatn, Trölladingju, Þjórsárver, Gullfoss, Laugarvatn og Þingvelli. Ekkert smá flott. Gleymdi mér auðvitað alveg og tók ekki neinar myndir, enda ekki alveg þekkt fyrir að vera klár myndatakari allavega ekki út um glugga.
Þannig að ég með mína bakteríu skellti mér upp á Hafnarfjall í gær í þvílíku blíðunni, og sá alla þokuna sem var yfir Reykjavík og nágrenni ;)
Stefnan er síðan bara sett upp á fleiri fjöll á næstunni.
Fyrst eitt afar neikvætt. Skráning mín í spjótkastið á MÍ var eina skráningin frá HSK. Ágústa var skráð undir merkjum Selfoss. Ég hélt að þetta væri bara eins og venjulega að engin hefði munað eftir að hafa samband við mig og vitað að ég myndi redda mér sjálf, sem ég og gerði, en þetta er auðvitað bara mjög lélegt af fólki að mæta ekki. Það er ekki eins og að sveitamennirnir verði að vera við sveitastörf alla mögulega og ómögulega þurrkdaga eins og í gamladaga!!
Annað aðeins jákvæðara en samt ekki mikið. En ég náði að kasta spjótin 49,22 m í spjótinu og lenda í 2. sæti. Miðað við heilsu mína upp á síðkastið þá er ég bara þokkalega sátt við þetta. En það sem gerði þetta svolitð spennandi fyrir mig var að Ásdís var næstum því búin að klúðra keppninni fyrir sér. En að lokum náði hún einu ekki alveg misheppnuðu kasti yfir 52 metrana. Ég hefði nú auðvitað með svolítilli heppni átt að geta kastað lengra, en heppni hefur kannski ekki alveg verið mín sterkasta hlið.
Eitt mjög jákvætt. Á laugardagskvöldið flaug ég til baka frá Egilstöðum.(Félagsskýtur..... en hvers félags...) Um það flug hef ég bara eitt að segja. VÁÁ!!! Það var alveg heiðskýrt þannig að flugmaðurinn, sem ég b.t.w. þekki, ákvað að flúga lágt og yfir skemmtileg svæði. Ég var sem sagt með hálsríg þegar ég lenti því ég horfði svo mikið út um gluggan, alveg með útivistarbakteríuna grassandi um líkamann. Við flugum t.d. yfir Herðubreiðarlindir, Öskjuvatn, Trölladingju, Þjórsárver, Gullfoss, Laugarvatn og Þingvelli. Ekkert smá flott. Gleymdi mér auðvitað alveg og tók ekki neinar myndir, enda ekki alveg þekkt fyrir að vera klár myndatakari allavega ekki út um glugga.
Þannig að ég með mína bakteríu skellti mér upp á Hafnarfjall í gær í þvílíku blíðunni, og sá alla þokuna sem var yfir Reykjavík og nágrenni ;)
Stefnan er síðan bara sett upp á fleiri fjöll á næstunni.
Comments:
Skrifa ummæli