<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Öðruvísi 

Ég held ég verði bara að segja ykkur frá nokkru sem ég er búin að vera að upplifa núna seinustu vikuna. En það er öðruvísi kvef en ég hef nokkrusinni haft. Það fylgir þessu bara svona venjulegur hiti og beinverkir, en það sem er öðruvísi við þetta en annað kvef er að það er bara í annari nösinni. Ég þarf sem sagt bara að sníta mér í hægri nösinni en ekki þeirri vinstri. Og það sem mér finnst einna furðulegast við þetta er það að pabbi fékk þetta kvef líka og hjá honum var það bara í vinstri nösinni til að byrja með.
Annars er ég alveg að verða brjáluð á því að vera með kveflimpu. Og svo mikill aumingi á æfingum að ég held að annað eins sé langt síðan að ég hef upplifað. En vonandi fer þetta nú að lagast.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?