<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Upp! Upp! Upp á fjall. 

Jæja ég held bara að ég sé að verða góð af slappleikanum sem hefur verið að hrjá mig undanfarið. (Þó fyrr hefði verið...) Reyndar tókst mér samt að sofa yfir mig í gær. Kemur ekki oft fyrir á mínum bæ. En ég held að það sé ekki vegna veikinda. Allavega vaknaði ég bara við það að samstarfsmaður hringdi í vinnugemsan. Byrjaði bara svona eins og í gríni að hann hafi bara verið að hugsa um að vekja mig. Síðan trúði hann mér auðvitað ekki þegar ég sagði honum að hann hefði einmitt verið að því. Enda mun vanari því að ég sé að vekja hann snemma á morgnana. Síðan var ég geispandi allan morgunin, en var komin á svo gott strik eftir hádegi að ég skellti mér upp á Brekkufjall eftir vinnu. Þá er ég sem sagt búin að ganga á tvö af fjöllunum hérna í kringum mig og það eru þó nokkur eftir.
Svo vonar maður bara að þessi fjallgöngu megrunaraðferð sé að virka.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?