<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 29, 2005

Verslunarmannahelgin að byrja. 

Jæja nú er ferðahelgin rétt að skella á. Og eitthvað ætla menn að fara að mótmæla og mynda teppur og þá er ég að spá hvaða leið maður ætti að fara á suðurlandið ef þetta fer allt í stöppu.

- Uxahryggir á Þyngvelli. (Stórgrýtið ekki alveg heillandi á litla bílnum mínum.)
- Kjósaskarðið.
- Mosfellsheiðin á Þyngvelli. (Gæti myndast röð þannig að maður kæmist ekki inn á afleggjarann.
- Hafravatnsleiðin. (Alveg örugglega teppt og gæti líka verið teppt við hinn endann.

Þannig að núna eins og er þá lítur út fyrir að Kjósaskarðið verði fyrir valinu. Ef það verður heljarinnar stappa og röð myndast að göngunum þá getur maður alltaf farið Hvalfjörðinn og þaðan Kjósaskarðið.

Annars er bara spurning um að hafa svoltið gaman að þessu. Smá tilbreyting frá rútínunni.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?