<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Heitt vatn eða ekki neitt hljóð! 

Hvað er verra en að koma heim til sín spenntur að fara að horfa á góðann þátt í sjónvarpinu og komast að því að það er ekkert hljóð að koma með útsendingunni... jú það er að koma heim og rennsveittur eftir æfingu og það er ekkert heitt vatn. Það fyrra hefur komið fyrir hérna á mínu heimili tvær helgar í röð, ekki sátt! Hið síðara gerðist síðast í kvöld og ekki í fyrsta skipti. Enn síður sátt við það.
Það er sem sagt ekki mér að kenna að það er vond lykt af mér og óhreint leirtau í vaskinum mínum núna!!
Þetta með hljóðið hef ég enga skýringu á, en þeir eru víst eitthvað að reyna að tengja heita vatnið við húsin í drullustykkinu, gengur bara ekki nægilega vel hjá þeim.
Vona bara að heita vatnið komi á fljótlega.
Kveðja frá einni í fýlu en samt ekki í fýlu!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?