<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 08, 2005

Helgin 

Helgin var nýtt til hins ýtrasta.
Á föstudaginn tók ég mér frí eftir hádegi og brunaði á Snæfoksstaði í Grímsnesinu í árlega veiði ferð. Hömuðumst þar við að veiða fram á kvöld. Ólíkt seinustu árum þá komu á land fjórir fiskar. Ekki stærstu fiskar sem ég hef séð en það er nú samt örugglega meira en 10 ár frá því að ég veiddi eitthvað síðast. Enda ekki mikið stundað þetta sport.
Á laugardaginn var sest fyrir framan sjónvarpið og tölvuna og filgst með Heimsmeistaramótinu. Bara eitt um það að segja. Bjössi er snillingur sem engin getur borið sig saman við.
Þegar útsendingu lauk þá brunaði ég inn í Þjórsárdal þar sem mikið af góðu fólki var samankomið. Skemmtum ég mér með þeim við lýsingarorðasögugerð og útileigumannaleik langt fram eftir kvöldi. Algjör snilld að vera í útileigumannaleik þarna í öllum þessum runnum þegar dimma tók. Og ég er ekki frá því að mörg lítil hjörtu hafi slegið ansi hratt af spenningi.
Á sunnudaginn var svo horft á lýsingu frá Bjössa aftur og skrapp ég aðeins í göngutúr niður að Þjórsá á milli lýsinga.
Brunaði síðan upp á Hvanneyri og á að eiða vikunni þar í að horfa á sjónvarp og njóta sín. Og mæta bara sem minnst í vinnuna. Maður verður auðvitað að reyna að nýta sér það sumarfrí sem maður hefur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?