fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Snilld
Jæja núna var bara langþráður draumur að rætast hjá mér. Ég er sem sagt komin með þráðlaust samband heima hjá mér. Get verið gjörsamlega hvar sem er í tölvunni.
Ætla samt að vera rosalega dugleg að vinna ekki heima þegar ég er í fríi.
Annars er bara á morgun sem ég er að fara í árlega veiðiferð. Ekkert smá gaman alltaf í þessum ferðum þó svo að síðustu ár hafi nú ekki mikið veiðst en nokkuð margar góðar tilraunir gerðar með beitu. Síðan er ég bara að fara í viku "frí" í næstu viku. Ég ætla nú samt að nota aðeins tímann til að undirbúa kennslu sem ég þarf að vera tilbúin með fyrir 22. ágúst. Og það er svo margt sem á eftir að gera áður en að nemendurnir hrúgast yfir okkur hérna.
En nú er ég farin út.
Ætla samt að vera rosalega dugleg að vinna ekki heima þegar ég er í fríi.
Annars er bara á morgun sem ég er að fara í árlega veiðiferð. Ekkert smá gaman alltaf í þessum ferðum þó svo að síðustu ár hafi nú ekki mikið veiðst en nokkuð margar góðar tilraunir gerðar með beitu. Síðan er ég bara að fara í viku "frí" í næstu viku. Ég ætla nú samt að nota aðeins tímann til að undirbúa kennslu sem ég þarf að vera tilbúin með fyrir 22. ágúst. Og það er svo margt sem á eftir að gera áður en að nemendurnir hrúgast yfir okkur hérna.
En nú er ég farin út.
Comments:
Skrifa ummæli