<$BlogRSDURL$>

laugardagur, september 10, 2005

Föstudagskvöld í sveitinni. 

Jæja ég er sem sagt komin í sveitina og langar aðeins að gefa ykkur innsýn í sveitina.
Málið er að þegar ég kom heim þá byrjaði ég auðvitað eins og alltaf að lesa mig í gegnum þann póst sem ég er búin að fá hingað síðan að ég kom síðast. Þetta tók nokkurn tíma þar sem að það eru þrjár vikur síðan ég koma heim. Þegar það var búið var bara kominn kvöld matur. Síðan var ein kýrin að fara að bera en var ekki að leggjast vegna mikils stálma í júgranu þannig að þetta var bara ekki að ganga. Við fórum nokkrum sinnum út og alltaf stóð blessuð kýrin og mændi bara bónar augum á okkur. Eflaust í von um að við myndum láta þetta hætta! Svo um klukkan 22:00 þá sáum við að þetta væri bara ekki að fara að gerast að sjálfu sér og vildum við ekki bíða mikið lengur við það að hjálpa henni. Var þá bara um eitt að gera. Að sækja kálfinn. Fyrst var að sprengja belginn. Við það kom allt legvatnið út og ég held að það hljóti að hafa verið einir 15 lítrar. Síðan var að kanna hvort kálfurinn snéri ekki rétt og snúa honum þar sem hann var kominn upp í loft. Eftir það voru sett bönd á framfæturnar og aftur fyrir eyrun. Þá var bara að toga. Held að kálfurinn hafi ekkert verið á því að vilja koma út, þar sem að hann var alltaf að reyna að kippa löppunum inn aftur. En við reyndum eins og við gátum að hafa vit fyrir honum. Jæja eftir 20 mínútna tog af mis miklum ákafa þá kom hausinn út og þá á þetta nú að vera létt eftir það en þá kom babb í bátinn. Kálfurinn var bara fastur á mjöðmunum. Ekkert smá sem ég varð hrædd um að við værum ekki að ná honum lifandi. Kálfurinn var meira að segja farinn að baula þó svo að hann væri bara hálfur kominn út. En jæja eftir að reyna að toga á marga vegu þá ákváðum við að taka smá hífopp á þetta og gekk þetta þá mjög snögglega þannig að kálfurinn fékk mjúka lendingu ofan á mér. Eins gott að ég ákvað að fara í önnur föt áður en ég kíkti út í fjós.
Sem sagt við náðum kálfinum út lifandi, en mikið vildi ég að þetta hefði nú verð kvíga.
Síðan þegar búið vað að mjólka smá úr kúnni og gefa kálfinum að drekka þá var sest fyrir framan sjónvarpið og horft á lokamót alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

Með kveðju úr sveitinni.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?