sunnudagur, september 25, 2005
Sefur þú í rétta átt?
Bara svona smá pælingar í gangi hérna. Var nefnilega að ræða við vin minn um daginn einhvernvegin barst umræðan af svefni. Hann hafði eitthvað átt í vandræðum með að sofa og hafði farið til einhverrar rússneskrar konu sem stundar einhverskonar rafmagnslækningar og hún sagði honum að hann svæfi í vitlausa átt!! Og þegar hann fór og endurskipulagði herbergið sitt og svaf í rétta átt þá hefur þetta bara ekki verið neitt vandamál.
Ég er svona að spá hvort að það geti ekki verið eitthvað til í þessu. Spurning um að maður geri smá tilraun og fari að snúa rúminu sínu um ca 25° á viku fresti og skrá svo niður hjá sér hvernig svefninn er, eða bara að reyna að finna þessa rússnesku. Reyndar ekki alveg viss um að ég leggi í það því hún setur víst einhverskonar rafmagns straum á hausinn á manni og gáir hvað maður þolir mikið!!
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti það var "Stórir strákar fá raflost!"
Eftir að við röbbuðum um þettar vinirnir hefur ansi mörgum skondnum hugmyndum skotið upp hjá mér. T.d.
- Hvernig getur maður hannað herbergið sitt þegar rúmið er ekki samsíða einhverjum af veggjunum.
- Hvað ef hjón þurfa að sofa í sitt hvora áttina!! Eiga þau þá að sofa í kross??
- Getur verið að þetta hafi valdið einhverjum hjónaskilnaði?
Jæja vildi bara aðeins deila þessu með ykkur, þannig að ef þið komið í heimsókn þá skulið þið ekki láta ykkur bregða við það að rúmið mitt sé kannski bara á miðju gólfinu eins og ég sé í miðjum hreingerningum!!
Nei bara svona smá pælingar.
Ég er svona að spá hvort að það geti ekki verið eitthvað til í þessu. Spurning um að maður geri smá tilraun og fari að snúa rúminu sínu um ca 25° á viku fresti og skrá svo niður hjá sér hvernig svefninn er, eða bara að reyna að finna þessa rússnesku. Reyndar ekki alveg viss um að ég leggi í það því hún setur víst einhverskonar rafmagns straum á hausinn á manni og gáir hvað maður þolir mikið!!
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti það var "Stórir strákar fá raflost!"
Eftir að við röbbuðum um þettar vinirnir hefur ansi mörgum skondnum hugmyndum skotið upp hjá mér. T.d.
- Hvernig getur maður hannað herbergið sitt þegar rúmið er ekki samsíða einhverjum af veggjunum.
- Hvað ef hjón þurfa að sofa í sitt hvora áttina!! Eiga þau þá að sofa í kross??
- Getur verið að þetta hafi valdið einhverjum hjónaskilnaði?
Jæja vildi bara aðeins deila þessu með ykkur, þannig að ef þið komið í heimsókn þá skulið þið ekki láta ykkur bregða við það að rúmið mitt sé kannski bara á miðju gólfinu eins og ég sé í miðjum hreingerningum!!
Nei bara svona smá pælingar.
Comments:
Skrifa ummæli