<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 25, 2005

Skemmtilegt kvöld 

Ég verð eiginlega að segja það að það sem maður skipuleggur minnst verður oft það skemmtilegasta.
Svona var sem sagt óskipulagða kvöldið/nóttin hjá mér.

Sat/lá uppi í sófa bara í gúdí fíling að gera ekki neitt og slappa af þegar ég fæ hringingu frá partýgellunum hérna á Hvanneyri. S.s. Emmu, Jósý og Áslaugu. Sverrir var reyndar með þeim í þetta skipti. Var sem sagt feiknar stuð hjá þeim. Emmu langaði þetta líka á ball með Sálinni og var að leita að bílstjóra. Það þurfti nú ekki miklar fortölur til að fá mig til að samþykkja það. Þegar ég síðan kom yfir til þeirra var það bara Emma sem var að fara á ball. Skil ekki í aumingjaskapnum á þeim hinum. En eftir smá tjatt þá fórum við Emma í Hlégarð. Emma var sko búin að redda frímiðum fyrir okkur. Gott að eiga svona vini sem eiga vini innan hljómsveitarinnar. (Halldór þú skuldar okkur sko dans fyrir að redda þér inn.) Alveg dúndur ball og mikið fjör. Svona eftir á þá segja tærnar að það hafi verið aðeins of margir þarna og eyrun segja að það hafi verið of mikill hávaði, eða að ég hefði ekki átt að vera fyrir framan hátalarana mest allt kvöldið. Jæja hvað um það. Hitti alveg helling af fólki sem ég þekkti, tók einn nettan snúning með Sævari Þór. Rooosalega langt síðan ég hef hitt hann. Svo voru auðvitað hellingur af vinum hennar Emmu þarna. Rugla nú nöfnunum á þeim öllum saman, en hú kers. Emma varð nú eitthvað grumpí við Gumma vin sinn þegar hann "gleymdi" að spila uppáhalds lagið hennir. En það leið nú fljótt úr henni og við vorum komnar heim rétt fyrir fimm. Og mikið var nú gott að komast í sturtu og upp í rúm.
Sem sagt mjög skemmtilegt kvöld, og held bara að þetta hafi haft bara góð áhrif á kvefið sem er ekki enn alveg farið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?