<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, desember 11, 2005

Jæja nú er ég aldeilis búin að vera löt. 

Já bara ekkert búin að segja frá ferðinni inn á Hveravelli. Sem var bara snilld. En reyndar aðeins og lítill snjór til að geta gert allt sem stefnt var á, en þá var bara planinu breytt. Ekki oft sem að þessi hópur er aðgerðalaus. Heilmikið sem við prufuðum jeppana og ég verð eiginlega að segja að bílarnir þeirra bræðra Unnars og Dassa báru af. Þó voru aðrir ekkert slor. Og eftir góða ferð inn í Þjófadali var laugin notið kannski óhóflega mikið.
Ekki var nú hægt að segja ... og allir komu þeir aftur... því að við þurftum að skilja bílinn hans Trausta eftir. Viðgerðin á dekkinu dugði bara als ekki.

Þessa helgina er ég síðan búin að vera heima í sveinni. Og er búin að gera ýmislegt. Þvo bílinn ( enda ekki van þörf á ) og baka smákökur með mömmu. Fyrir utan léttar æfingar.

Læt heyra betur í mér síðar. Og aldrei að vita nema að ég skelli inn myndum við tækifæri.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?