<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 14, 2005

Jólasveinasaga Séra Flóka 

Það er bara allt upp í loft hérna á Hvanneyri eftir að Flóki sem er að kenna í barnaskólanum sagði sex ára börnunum sögu af Jólasveininum. Ég ætla svo sem ekki að koma með söguna hérna en viðbrögð barnanna voru mjög misjöfn.

Einn ætlaði skooo samt að koma með jólasveinahúfu í skólann.

Annar taldi Prestinn vera að ljúga.

Þriðja barnið var með það á hreinu að Flóki væri bara svektur út í Jólasveininn því hann hefði ekki fengið í skóinn í mörg ár. Flóki færi nefnilega allt of seint að sofa.

En viðbrögð foreldranna voru samt öll mjög svipuð. Allir mjög reiðir og þessi saga er mikið rædd á kaffistofum og annarstaðar sem fólk kemur saman hér um slóðir.

Allavega var það Stúfur sem kom til byggða í nótt.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?