<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 19, 2005

Jólin eru bara að koma. 

Var um helgina á Suðurlandinu í jólaundirbúningi. Kom reyndar þangað afar slöpp eftir heiftarlega magakveisu. Var bara als ekki gagnleg í vinnunni á föstudaginn þannig að eftir að hafa prentað út nokkur próf og komið þeim á réttan stað lét ég mig bara hverfa. Mætti síðan aftur á fund eftir hádegið í Reykjavíkinni. Enda hætt að kastaupp. Þetta er fundur sem ég hef verið að bíða eftir í næstum því ár. En þetta var kynningarfundur á nýja stofnanasamninginum. Er allt að stefna í það að ég sé að fá 30.000 kr. launahækkun núna á næstunni. :D :D :D
Á laugardaginn var síðan þrifið og þrifið alveg heljarinar ósköp og ég er bara alveg komin í jólaskapið. Verst að þurfa að vera að mæta í vinnuna! En það er bara svo margt sem ég á eftir að gera þar til að ég get farið í jólafrí. Púff púff.

Svo er jólasveinasagan hans Flóka bara komið á fosíðu DV.

Best að halda áfram að gera eitthvað.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?