<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 12, 2005

Umræður um ÍSÍ styrki 

Það er mikið spjallað og á eflaust eftir að verða spjallað um síðustu úthlutun úr Afrekssjóði - ÍSÍ. Ég vil byrja á því að óska þeim innilega til hamingju sem fengu styrk úr honum og eru þau öll vel að honum komin. Það skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli fyrir fólk sem vill legja allt sitt í íþróttina að þurfa ekki að stunda aðra vinnu með.
Það sem kom mér hinsvegar mikið á óvart er gríðarlegur munur á því hvað Ásdís og Silja eru að fá. Skil bara ekki hvaða forsendur liggja þarna að baki.
En ég er líka mjög hissa á því að hafa ekki frétt af neinum sundmanni í þessum hópi fyrir utan Kristínu Rós.

En hvað finnst fólki um þessa breytingu að Fatlaðir íþróttamenn séu að fá úr þessum sjóði?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?