<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, janúar 29, 2006

Framhald 

Ekki gekk nú planið mitt alveg eftir.
Ég er bara enn alveg veik. Hausinn fullur af ógeði og hálsinn fullur af rakvéla blöðum. Og það sem gerir hlutina enn erfiðari er að ég hef ekkert getað æft í heila viku. Ef ég reyni að hreyfa mig þó ekki sé meira en að labba hratt upp tröppurnar þá bara líður mér verulega illa.

Ég fór samt í gær og hjálpaði til við talningu í prófkjörinu fyrir hann bróður minn. Mikil vinna það og hefði ég alveg viljað vera án hóstans og hausverksins á meðan á þessu stóð. En verkjalif, fótakrem, og hálsbrjóstsykur komu mér í gegnum daginn. Hann er ekki vinsæll hjá mér þessi sem að henti brjóstsykrinum mínum undir lokin. Ég þurfti nefnilega að keyra alla leið á Skeiðin hóstandi.
Úrslitin úr prófkjörinu voru ekki alveg eins og ég hefði helst viljað. Auðvitað vildi ég Gest í 3. sætið. En maður fær víst ekki alltaf allt sem maður vill.

Annars á hún Fanný frænka mín afmæli í dag. Til hamingju með það. Kemst því miður ekki í hófið af heilsufarsástæðum. En þeir sem mæta verða því bara að skemmta sér þeim mun meira.

Ekki meira frá mér í bili. Er aftur komin upp í rúm að hamast við að láta mér batna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?