fimmtudagur, janúar 19, 2006
Gott á mig!
Ég á það til að "gleyma" að reyma skóna mína þegar ég er aðeins að skreppa á milli hús hérna á Hvanneyri. Það kom mér aldeilis í koll áðan. Ég var að arka hérna með kassa á milli húsa. Krækist ekki einn krókurinn á gönguskónum mínum í reymina á hinum og ég hreinlega rann á maganum á kassanum niður brekkuna frá Tungutúni og niður að göngubrúnni. Þetta hlýtur nú að hafa verði svolítið skondið að sjá en ég er ekki búin að komast að því hvort einhver hafi séð þetta. Það var sem betur fer ekkert viðkvæmt í kassanum þannig að þetta fór allt saman vel.
Lærdómur dagsins er sá að það borgar sig að reyma skóna.
Lærdómur dagsins er sá að það borgar sig að reyma skóna.
Comments:
Skrifa ummæli