miðvikudagur, janúar 25, 2006
Seinustu dagar
... ég get ekki sagt annað en að síðustu dagar hafi bara verið ömulegir. Byrjaði á að vera með eina mestu magakrampa sem ég hef fengið í ansi langan tíma á laugardaginn. Harkaði þó af mér og fór á tvær mjög góðar æfingar um helgina. En síðan á sunnudagskvöldið var ég farin að slappast og svo á mánudag og þriðjudag var ég bara gjörsamlega að drepast. Held að ég hafi bara sjaldan fengið jafn mikla verki í ennisholurnar.
En ég er nú öll að koma til. Fór í vinnuna í dag með þeim formerkjum að ég sagðist ekki myndi hreyfa mig hratt. Og stóð bara þokkalega við það. Á morgun ætla ég síðan að verða orðin góð. (PÚNKTUR) Nó komið af þessu.
Mikið hefði ég nú viljað vera komin með nýju dýnuna í rúmið mitt sem ég er að bíða eftir. Þá væri ég kannski ekki svona stíf í bakinu eftir allt þetta.
Helgin er síðan ansi margsetin hjá mér eða kannski bara laugardagurinn.
Það er frjálsíþróttamót í Nýju Frjálsíþróttahöllini og síðan uppskeruhátíð þar á eftir og væri ég alveg til í að kíkja á þetta en ég ætla að hjálpa bróður mínum honum Gesti. Það er nefnilega prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík á Laugardaginn. Þar stefnir hann á 3. sætið og ætla ég að styðja hann í því. Held að hann eigi nú annað eins inni hjá mér.
Þannig að ef þið búið í Reykjavík endilega kynnið ykkur málefnin og takið þátt.
En ég er nú öll að koma til. Fór í vinnuna í dag með þeim formerkjum að ég sagðist ekki myndi hreyfa mig hratt. Og stóð bara þokkalega við það. Á morgun ætla ég síðan að verða orðin góð. (PÚNKTUR) Nó komið af þessu.
Mikið hefði ég nú viljað vera komin með nýju dýnuna í rúmið mitt sem ég er að bíða eftir. Þá væri ég kannski ekki svona stíf í bakinu eftir allt þetta.
Helgin er síðan ansi margsetin hjá mér eða kannski bara laugardagurinn.
Það er frjálsíþróttamót í Nýju Frjálsíþróttahöllini og síðan uppskeruhátíð þar á eftir og væri ég alveg til í að kíkja á þetta en ég ætla að hjálpa bróður mínum honum Gesti. Það er nefnilega prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík á Laugardaginn. Þar stefnir hann á 3. sætið og ætla ég að styðja hann í því. Held að hann eigi nú annað eins inni hjá mér.
Þannig að ef þið búið í Reykjavík endilega kynnið ykkur málefnin og takið þátt.
Comments:
Skrifa ummæli