þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Af hverju beið ég svona legni?
Já ég held að ég verði að viðurkenna að ég geti stundum verið svolítið fordómafull. Svona af því hvað það kom skemmtilega á óvart hvað ég hafði rangt fyrir mér þá verð ég bara að segja ykkur frá seinustu fordómum mínum.
Málið er að fyrir nokkrum mánuðum... kannski orðið ár!! þá var svo mikil rigning að það fór að leka úr loftinu í stofunni hjá mér. Þar sem að ég bý í gömlu húsi þá er þetta svo sem ekkert nýtt. Það leka líka nokkrir gluggar. En akkúrat þegar þetta var þá byrjaði peran í öðru ljósastæðinu að blikka og braka !!! Ég rafmagns hrædda manneskjan var ekki lengi að slökka ljósið. Síðan eftir það þá er ég búin að prufa þetta alltaf öðru hvoru og alltaf er þetta eins.
Loksins ákvað ég svo að fara að kanna þetta eitthvað meira. Eftir að hafa skrúfað sundur og saman þá fann ég ekki neitt að .... og enn brakaði og blikkaði í ljósinu. En eftir að hafa bölvað og fussað yfir þessu gamla drasli í talsverðann tíma og var alveg að gefast upp á þessu, kviknaði allt í einu á perunni hjá mér!!! Peran var bara ekki nógu vel skrúfuð í.
Vegna fordóma minna gangvart rafmagnslögnum íbúðarinnar er ég sem sagt búin að leggja líf mitt í mikla hættu við rafmagns fikt og vera í hálfmyrkvaðri stofunni í marga mánuði.
Kv. Vigdís
Málið er að fyrir nokkrum mánuðum... kannski orðið ár!! þá var svo mikil rigning að það fór að leka úr loftinu í stofunni hjá mér. Þar sem að ég bý í gömlu húsi þá er þetta svo sem ekkert nýtt. Það leka líka nokkrir gluggar. En akkúrat þegar þetta var þá byrjaði peran í öðru ljósastæðinu að blikka og braka !!! Ég rafmagns hrædda manneskjan var ekki lengi að slökka ljósið. Síðan eftir það þá er ég búin að prufa þetta alltaf öðru hvoru og alltaf er þetta eins.
Loksins ákvað ég svo að fara að kanna þetta eitthvað meira. Eftir að hafa skrúfað sundur og saman þá fann ég ekki neitt að .... og enn brakaði og blikkaði í ljósinu. En eftir að hafa bölvað og fussað yfir þessu gamla drasli í talsverðann tíma og var alveg að gefast upp á þessu, kviknaði allt í einu á perunni hjá mér!!! Peran var bara ekki nógu vel skrúfuð í.
Vegna fordóma minna gangvart rafmagnslögnum íbúðarinnar er ég sem sagt búin að leggja líf mitt í mikla hættu við rafmagns fikt og vera í hálfmyrkvaðri stofunni í marga mánuði.
Kv. Vigdís
Comments:
Skrifa ummæli