föstudagur, febrúar 03, 2006
Öll að koma til
Já ég er bara öll að koma til núna. Ég gafst upp að lokum og fór til læknis. Þá greindi hann mig með barkabólgu og setti mig á penicillin. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það, þó svo að það hafi farið þannig seinast þegar ég fór á svona ógeðs lyf að ég fékk sveppasýkingu í meltingafærin sem ég var marga mánuði að vinna mig út úr. Verð bara að passa mig á því að borða mikið af AB mjólk og Acidophillus á næstunni til að reyna að forðast þetta.
Annars er svo margt búið að gerast upp á síðkastið að ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
En ætli ég nefni ekki fyrst að það fór betur en á horfðist þegar það kom bíll á flegiferð og aftan á dekkið á traktórnum hjá pabba. Traktórinn snérist í 180 gráður dekkið affelgaðist og felgan beiglaðist. Bíllinn er alveg ónýtur. En sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. Það sá einna helst á mömmu til að byrja með en hún flaug svo hrottalega á hausinn þegar hún fór að kanna aðstæður. En auðvitað eru menn aumir á ýmsum stöðum eftir svona.
Síðan var keyrt á hana Iðu.
En hún lifði það af og er væntanleg heim af sjúkrahúsinu eftir aðgerð á morgun.
held að þetta séu nægar fréttir í bili.
Annars er svo margt búið að gerast upp á síðkastið að ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
En ætli ég nefni ekki fyrst að það fór betur en á horfðist þegar það kom bíll á flegiferð og aftan á dekkið á traktórnum hjá pabba. Traktórinn snérist í 180 gráður dekkið affelgaðist og felgan beiglaðist. Bíllinn er alveg ónýtur. En sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. Það sá einna helst á mömmu til að byrja með en hún flaug svo hrottalega á hausinn þegar hún fór að kanna aðstæður. En auðvitað eru menn aumir á ýmsum stöðum eftir svona.
Síðan var keyrt á hana Iðu.
En hún lifði það af og er væntanleg heim af sjúkrahúsinu eftir aðgerð á morgun.
held að þetta séu nægar fréttir í bili.
Comments:
Skrifa ummæli