<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 09, 2006

Þetta er nú bara orðið alveg óþolandi. 

Ég er enn einu sinni orðin fárveik. Bara um leið og ég hætti á pensilininu þá verð ég veik aftur. Er bara alveg hætt að þola þetta. Ég er síðan að fara til einhvers sérfræðings á morgun sem finnur út hvað sé hægt að gera. Heimilislæknirinn minn nefndi einhverja hrillingsaðgerð sem sé stundum gerð. Vá hvað ég vil ekki fara að láta bora eitthvað í hausinn á mér og skola út. En ef það verður til þess að ég batni af þessu þá geri ég svo til hvað sem er. Spurning hvort að þeir skoli einhverju öðru út í leiðinni.

Annars held ég að ég hafi það bara gott og þetta séu bara smámunir ef maður hugsar til þess sem vinkona mín er að ganga í gegnum núna.

En það sem gengur ekki alveg frá manni styrkir mann þannig að ég býst við að sumir séu aldeilis að styrkjast núna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?