<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 23, 2006

Jæja, verða að fara að skrifa eitthvað.
Vil byrja á að óska Árný og Pálma til hamingju með strákinn sem fæddist 21. Ekkert smábarn þar á ferð en hann var rúmar 19 merkur og 54 sm.

Ef ég fer nú yfir í sjúkrasöguna mína þá er ég ekki alveg laus. Læknirinn ætlar að skola a.m.k. tvisvar í viðbót áður en ég losna við rörið. En ég fór hinsvegar á hörku æfingu í gær og það bara blæddi ekki neitt úr nefinu. :) Hef varla geta hreyft mig án þess þangað til. Bara þokkalega laus við hausverkinn. Sem kom bara eftir æfinguna.
Hef bara ekki lengur áhyggjur af þessu, nema ef það gæti verið að ég væri að koma mér upp hræðilegum kæk. Þetta rör er nefnilega alltaf að pirra mig og er ég alltaf að standa mig að því að vera að geyfla mig eitthvað til að hreyfa það til.

Annars er ansi margt um að vera á næstunni. Veit ekki alveg hverju ég á sinna og hverju að hafna. Fríþing, Keila með Hvönnum, ungmennafélagsskemmtun, æfingar, afslöppun, kennsla, læknisferðir.

Over and out!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?