<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 03, 2006

Gott vont! 

Rosalega finnst mér ég vera ein í heiminum núna.
Það eru bara allir sem vinna á sömu skrifstofu og ég komnir í sumarfrí. Ég fer síðan ekki í sumarfrí fyrr en í næstu viku.
Verð nú að viðurkenna það að þetta er þægilegt að því leiti að ég er búin að afkasta ansi miklu núna í morgun, en... það liggur við að mér leiðist. Það er til dæmis skrítið að fara á kaffistofuna ein. En húsvörðurinn leit nú við áðan svo ég er nú ekki búin að vera alveg ein í allan dag.

En svo ég segi nú aðeins af því hvað ég er búin að vera að bralla þá var föstudagurinn tekinn snemma og hætti ég í vinnunni klukkan 15:00 og tók þá við helgi sjónvarpsglápsins. Sleppti því reyndar að horfa á Ítalíu - Úkraínu og eldaði mat fyrir alla vikuna. Annars horfði ég á alla aðra leiki á HM. SSStuð á Kollubar.

Svona til að friða samviskuna aðeins skrapp ég upp á Hafnarfjall á laugardagsmorguninn og leið mér því ekkert smá vel í sófanum að horfa á leikina.

Jæja nú er bara að hækka í útvarpinu og halda áfram að vinna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?